Roðablóm

'Obsidian' er yrki af roðablómi með mjög dökkfjólubláu laufi, nánast svörtu á efraborði. Neðraborð laufsins er purpurautt. Þetta er planta sem ég keypti í fyrra haust og geymdi í gróðurhúsinu í vetur. Ég hugsa að ég þori ekki að prófa hana úti fyrr en hún verður nógu stór til að skipta henni.