
Morgunroði er roðategund sem er ekki bara ræktuð vegna fallegra laufblaða, heldur líka fallegra blóma. Þau eru skærrauð og nokkuð áberandi þegar hann stendur í blóma. Hann er sagður harðgerður, en mér hefur gengið frekar brösulega að halda honum á lífi. Hann þarf því væntanlega mjög góða mold sem er ekki of þétt og blaut og mögulega meiri sól en hann hefur fengið hjá mér.