Heucherella er nýleg ættkvísl sem varð til með víxlun tveggja ættkvísla, Heuchera, roðablóma og Tiarella, löðurblóma. Báðar ættkvíslir tilheyra steinbrjótsætt, Saxifragaceae, og eiga heimkynni í N-Ameríku. Blendingarnir sameina fjölbreyttan lauflit roðablóma og hjartalaga lauf og blómfegurð löðurblóma, en líkjast roðablómunum þó meira.
'Tapestry' er falleg sort með bleikum blómum sem eru töluvert stærri en blóm roðablóma. Laufið er grænt með vínrauðu æðamynstri. Ég keypti plöntuna í fyrra sumar og plantaði henni við lækinn. Hún var nógu stór til að taka af henni anga til að geyma í gróðurhúsinu til vara. Vonandi verða báðar lifandi í vor.
Plantan úti lifði veturinn af! 👍💕