Ég man nú ekki hvað ég var gömul þegar ég sá roðafífil fyrst, en ég man hvað mér fannst hann ævintýralega fallegur. Hann vex í Hellisgerði í Hafnarfirði þar sem hann hefur myndað nokkuð stórar breiður sem litast appelsínugular á meðan hann stendur í blóma. Að mínu mati er litasamsetningin sérlega vel heppnuð og ég hef fundið honum stað í öllum mínum görðum þó að hann sé kannski engin úrvals garðplanta. Hann myndar breiðu með ofanjarðarrenglum svipað og skriðsóleyin, en ólíkt henni, er mun auðveldara að halda honum á mottunni. Hann hefur aldrei verið til vandræða. Ef ég ætti sumarbústaðaland væru klárlega breiður af roðafífli þar. Undafíflaættkvíslinni (Hieracium) hefur nýlega verið skipt upp í tvær ættkvíslir og fluttist roðafífill í nýju ættkvíslina. Hann ber nú fræðiheitið Pilosella aurantiaca.
top of page
bottom of page
Roðafífillinn er fallegur og á svo sannarlega vel heima í sumarbústaðalöndum. Ég man ekk hvar en ég var örugglega búin að koma honum fyrir í móanum fyrir mörgum árum. Hann ætti þó alveg skilið að sjást á fleiri stöðu þar😉