
Snæbreiða er mjög fíngerð fjallaplanta með smáum blómum og enn smærra laufi. Hún myndar breiðu af hvítum blómum frá maílokum og frameftir sumri. Hún er harðgerð og auðræktuð. Fer vel í steinhæðum eða hleðslum og þrífst best í vel framræstum jarðvegi blönduðum grófum sandi eða vikri. Plantan mín er fengin frá Petrínu og hefur þrifist mjög vel.