
'Color Glory' er falleg, nokkuð stórvaxin sort af brúsku með litríku, óreglulega mynstruðu laufi. Það er grænt og gulgrænt í upphafi en verður svo blágrænt og gult með tímanum. Ekkert lauf er með eins mynstri. Hún hefur reynst harðgerð en aldrei blómstrað.