'Frances Williams' er yrki af blábrúsku sem virðist ágætlega harðgert. Það er með blágrænu laufi eins og tegundin, en blaðjaðrarnir eru gulgrænir á þessu yrki. Blómin eru hvít með smá lillablárri slikju. Ég get eiginlega lítið meira um hana sagt, því ég man ekkert hvernig eða hvenær ég eignaðist þessa plöntu. Hún blómstraði í fyrra haust og þá tók ég loksins mynd af henni og þökk sé merkimiða sem hafði ekki týnst gat ég áttað mig á því hvað hún heitir. Hún hefur því flutt með mér og lifað allar þær hremmingar af, en einhvernveginn hef ég aldrei veitt henni athygli. Sem er skrítið, því hún er ljómandi falleg.
top of page
bottom of page