
'Halcyon' er smávaxin brúska með fallega blágrænt lauf. Hún er það lágvaxin að hún getur týnst undir skuggþolnum brussum eins og dílatvítönn sem er þó ekki há í loftinu. Það þarf því að passa að gróðursetja hana í nágrenni við aðrar settlegar plöntur. Hún hefur þrifist ágætlega, en ekki blómstrað.