Doppugullrunni, er nokkuð hávaxin, fjölær planta með stinnum blómstönglum sem þurfa ekki stuðning. Blómin eru gul með mjög löngum fræflum sem eru eins og dúskar í miðju blóminu, en það er megineinkenni tegunda í þessari ættkvísl. Hann hefur reynst þokkalega harðgerður. Hann þrífst best í sól eða hálfskugga í vel framræstum, sandblönduðum jarðvegi.
top of page
bottom of page