Álfakragi er lágvaxinn hálfrunni, sem vex meira á þverveginn en upp á við. Hálfrunnar hafa hálftrénaða stöngla sem visna ekki alveg niður yfir vetrartímann. Blómin eru hvít og fá fjólubláa slikju þegar þau eldast. Laufið er töluvert lengra en á huldukraganum og stönglarnir lengri svo hann verður töluvert meiri um sig. Það er ekki komin reynsla á hann hjá mér, en það fer sögum af álfakragaplöntu sem hefur lifað árum saman. Hann þarf sól og sandblandaðan, vel framræstan jarðveg.
top of page
bottom of page
Já þessi stóra og glæsilega breiða var græn allan veturinn.