
Lækjarbjarmi er alveg glænýr í ræktun hjá mér svo það er ekki komin nein reynsla á hann enn. Ég ræktaði hann af fræi og hafði úti í reit í fyrravetur, svo þetta er hans fyrsti vetur úti í beði. Hann blómstraði aðeins í fyrrasumar og sú blómgun lofar góðu. Hann myndar breiðan laufbrúsk og geta blómstönglarnir verið allt að 180 cm. Blómin eru bleik og minna á blóm stokkrósar, enda er hann náskyldur þeim. Ef marka má heimildir á netinu þá vex hann best í sól, í frekar rökum jarðvegi, enda vex hann gjarnan á lækjarbökkum í heimkynnum sínum í vestanverðri N-Ameríku og er íslenska nafnið væntanlega dregið af því.
Mjög áhugaverð planta.
Vilji maður rækta hann af fræi þarf að sjóða fræið í 2 mín til að það spíri almennilega. Það þarf svo að vera í kulda í a.m.k. 1 mánuð áður en það spírar.
Spennandi 💗