Hollandsíris
Hollandsíris er samheiti yfir blendinga sem ræktaðir voru með víxlun Iris xiphium og Iris tingitana. Fjöldi yrkja hefur verið ræktaður í mjög fjölbreyttum litbrigðum. 'Mix' er blanda af ónefndum sortum í ýmsum litbrigðum af gulum, hvítum og bláum. Hollandsíris er yfirleitt einær hér á landi eins og túlipanarnir og eins og með þá eru laukarnir yfirleitt gróðursettir að hausti. Laufið visnar eftir blómgun, svo það þarf að gera ráð fyrir því þegar þeim er plantað. Þarf sól og næringarríkan jarðveg.