Tjarnaíris er hávaxin íristegund með gulum blómum. Hún þrífst best í vel rökum jarðvegi, en getur þó alveg vaxið í venjulegu blómabeði. Því rakaheldnari sem moldin er, því betur blómstrar hún. Mjög harðgerð og gróskumikil.
Já, hún er mjög sæl í mýrarmoldinni hjá mér. :) Ef það eru einhverjir blettir sem eru rakaheldnari en aðrir þá er best að planta þeim þar.
Ég á Tjarnarírisir í pottum fyrir austan. grunar að það sé of þurrt þar en ætla að prófa að planta þeim. Ert þú með þessa tegund hja þér?