Rússaíris er mjög harðgerð en hefur því miður verið afskaplega treg til að blómstra hjá mér, eins og reyndar mjög margar af þeim írisum sem ég hef prófað. Tegundin er með bláfjólubláum blómum, en það eru til fjölmörg garðaafbrigði af þessari tegund með mismunandi blómliti. Ég átti tvö, og á vonandi enn, annað hvítt og hitt ber nafnið 'Red Flare', með purpurarauðum blómum, en hvorug hefur blómstrað. Hún þrífst best í sól og frekar rökum, næringarríkum jarðvegi sem er frekar í súrari kantinum.
top of page
bottom of page