Blákollur tilheyrir bláklukkuætt, en er þó nokkuð frábrugðinn bláklukkunum. Blómin eru mörg saman í kúlulaga sveip, krónublöðin mjó og bláfjólublá á lit. Hann á að vera fjölær en verður oft skammlífur og samkvæmt Garðblómabókinni hennar Hólmfríðar er þar helst um að kenna plönturuglingi, en til eru aðrar tegundir sömu ættkvíslar sem líta nánast eins út, en eru tvíærar. Það gæti hafa verið slíkum ruglingi um að kenna að minn blómstraði bara einu sinni og sást svo ekki meir, en ég ræktaði hann af fræi frá Johnson's Seeds. Þetta er ljómandi falleg steinhæðaplanta sem þarf gott frárennsli og næga sól.
top of page
bottom of page