Rauðkollur vex villtur á örfáum stöðum á landinu, í eða við byggð, sem bendir til að hann sé aðfluttur, líklega fyrir einhverjum öldum síðan. Samkvæmt floraislands.is vex mjög stór breiða af honum Í Glerárgili við Akureyri. Hann er meðalhár, með grágrænu laufi og rauðlilla blómkollum sem blána með aldrinum og verða lillabláir. Hann verður fallegastur í frekar rýrum jarðvegi á sólríkum stað. Hann vex villtur víða um Evrópu þar sem hann vex í þurru graslendi í frekar vel framræstum jarðvegi, hlutlausum eða kalkríkum.
top of page
bottom of page