'Variegatum' er sort af gulltvítönn sem er að mestu jarðlæg. Hún dreifir sér með löngum renglum, sem geta verið yfir meter á lengd, sem skjóta rótum og þar vex upp ný planta. Blómstönglarnir eru uppréttir um 20 cm á hæð og blómin ljósgul. Þetta er góð þekjuplanta í runnabeð, í fjölæringabeði gæti hún mögulega valtað yfir næstu nágranna ef þeir eru ekki háir í loftinu. Harðgerð, skuggþolin og gerir engar sérstakar jarðvegskröfur.
top of page
bottom of page
Tvítennur virðast vera mjög duglegar yfirleitt, Þessi sort er dálitið öðruvísi en hina dílatvítennurnar af því að hún setur út langa anga. Þar sem ég sá hana við göngustíg í fyrra var hún að hylja ljóta grjótuppfyllingu sem var til þess gerð að hækka lóð sem var í nokkuð brattri brekku. Henni tókst það mjög vel. Gróðursett hafði verið við jaðar lóðar sem var í 130 cm hæ fyrir ofan göngustíginn. angarnir teygðu sig næstum slla leið niður en gátu sums staðar fest sig með rótum þar sem einhver jarðvegur var á milli í stórgrýtinu.
Laufþekjan í september í fyrra. Hún helst græn frameftir vetri - og jafnvel fram á vor. Hún hefur ekki alveg visnað enn, þó hún hafi aðeins látið á sjá.
Ég er vel aflögufær ef þig vantar meira :)
Ég sá þessa fyrst síðastliðið sumar þar sem hún flæddi niður af grjóthleðslu við göngustíg. núna á ég einhvers staðar græðling í potti. 😉