'Eva' er sjálfsáður blendingur af dílatvítönn og yrkinu 'Beacon Silver'. Ég fékk tvo slíka blendinga þar sem lauflitur og blómlitur höfðu víxlast og fannst mér báðir þess virði að nefna þá. Ég ákvað að nota millinöfn dætra minna og leyfði þeim að velja hvor héti hvað. 'Eva' hefur laufið frá 'Beacon Silver', en þó er græna bryddingin dekkri og breiðari á 'Evu'. Blómliturinn er purpurarauður eins og á tegundinni. Hún er gróskumeiri en báðir foreldrarnir, bæði að umfangi og hæð, svo það þarf að ætla henni sæmilegt rými. Hún myndar frekar brúsk en breiðu svo hún nýtist ekki sem þekjuplanta. Mér finnst hún alveg afburðarfögur. Það getur stundum borgað sig að vera ekki of duglegur að hreinsa beðin.
top of page
bottom of page