'Litla Rún' er sjálfsáður blendingur eins og 'Rún' og 'Eva', sem varð til í nýja garðinum. Þegar ég veitti henni fyrst athygli, þá fannst mér hún lægri og þéttari en 'Rún', en að öðru leiti mjög svipuð og því kallaði ég hana 'Litlu Rún'. Laufið er eins og blómin ljósbleik, en ljósari en á 'Rún'. Eftir því sem hún eldist hefur hún reynst mjög gróskumikil og breiðir vel úr sér, en verður ekki meira en 30 cm á hæð. Enn eitt vel lukkað einkaframtak, en þau eru að verða allmörg. :)
top of page
bottom of page