
'Crazy Daisy' er fallegt yrki af prestabrá með fylltum blómum. Tungukrónurnar eru mjóar og á meðan blómin eru að springa út minna þau á krísur (Chrysanthemum). Þegar blómið hefur opnast alveg kemur í ljós gul miðja af pípukrónum . Hún er nálægt 60 cm á hæð og alveg á mörkunum að standa óstudd, blómstönglarnir geta lagst niður í rigningu og roki enda blómin þung. Hún gerir engar sérstakar jarðvegskröfur, vex best í sól eða hálfskugga og hefur reynst harðgerð.
þetta er eitt af mínum uppáhalds :D