'Silberprinzesschen' eða silfurprinsessan, er yrki af prestabrá með stórum hvítum blómkörfum. Blóm körfublóma eru þannig samsett að það sem virðist vera krónublað er í raun eitt blóm og geta þau ýmist verið tungukrónur, sem eru hvítar á prestabrá, eða pípukrónur, sem eru oftast gular eins og í miðri blómkörfu prestabrárinnar. Hún getur vaxið í sól eða hálfskugga og gerir engar sérstakar jarðvegskröfur. Þetta yrki verður ekki mjög hávaxið og þarf ekki stuðning. Harðgert og auðræktað.
top of page
bottom of page