Fjallablöðkur (Lewisia) vaxa allar í fjöllum í NV-Ameríku. Þar vaxa þær í grjótskriðum hátt til fjalla þar sem þær eru huldar snjó allan veturinn. Þær þola því illa vetrarumhleypinga og þurfa mjög gott frárennsli til að lifa af blauta veturnar hér fyrir sunnan. Mín reynsla er að þær eigi besta möguleika á að lifa úti séu þær í miklum halla, helst lóðréttar t.d. í grjóthleðslu. Svo hefur líka reynst vel að rækta þær í pottum og geyma í skjóli frá rigningu yfir vetrarmánuðina. Geislablaðka er frekar smávaxin og blómstrar rauðfjólubláum blómum.
top of page
bottom of page