Stjörnublaðka 'Soranda' er hópur blendinga í blönduðum blómlitum. Blómin eru í ýmsum bleikum og rauðbleikum litbrigðum og jaðrar krónublaðanna eru í ljósari lit, hvítum, fölbleikum eða fölgulum. Þær þrifust ljómandi vel í steinhleðslu í gamla garðinum, en þær eru flestar að gefast upp á lífinu í brekkunni í nýja garðinum. Þessi á myndinni er í skjóli undir steini sem virkar eins og regnhlíf og er sú eina sem blómstraði í fyrra.
top of page
bottom of page