
'Honeymoon' er ótrúlega flottur austurlanda-trompetliljublendingur sem blómstrar risastórum, fölgulum blómum með dekkri miðju. Hún verður mjög hávaxin, getur orðið yfir 2 m á hæð og er mjög tilkomumikil í blóma. Hún blómstrar frekar seint, í lok ágúst og frameftir september eins og veður leyfir. Hún þreifst ljómandi vel, blómstraði nokkuð árvisst og er ein af fáum liljum sem hafa blómstrað eftir flutning.