
'Lemon Stardust' er fallegur asíublendingur með ljósgulum blómum með dökkrauðum dröfnum í miðju blómsins sem eru svo þéttar að þær renna saman í stóra bletti. Hún blómstrar í júlí - ágúst og blómstraði nokkuð árvisst. Hún hefur allavega blómstrað einu sinni eftir flutning.