Túrbanlilja er frekar smávaxin með blómum sem eru mun smærri en á flestum öðrum liljum sem eru ræktaðar hér. Þau eru fjólurauð með mjög aftursveigðum krónublöðum. Ég get nú ekki sagt að hún hafi þrifist neitt sérstaklega vel hjá mér, kannski var hún ekki á nógu hlýjum stað. Hún óx mjög hægt og tók allmörg ár í að búa um sig áður en hún blómstraði. Held að ég hafi tapað henni í flutningnum.
top of page
bottom of page