
'Scheherazade' er austurlanda-trompetliljublendingur (Orienpet). Hún blómstrar mjög seint, í september og fram í október ef veður leyfir. Blómin eru frekar smá, vínrauð með kremgulum jöðrum. Hún er ekki mjög hávaxin og er öll mjög fínleg í vexti. Virkilega falleg þegar hún nær að blómstra. Hún hefur þrifist ágætlega.