'Mona Lisa' er austurlandablendingur (Oriental) með ljósbleikum blómum sem eru með dökkbleikan flekk og dröfnur í miðju blómsins. Helstu einkenni austurlandablendinga eru mjög stór, ilmandi blóm og frekar breitt lauf. Þeir blómstra um það leiti sem asíublendingarnir eru að klára blómgun, í lok ágúst. Blómin eru yfirleitt í hvítum, bleikum eða fölgulum litbrigðum með dekkri dröfnum. Þeir geta orðið mun hávaxnari en asíublendingarnir, en 'Mona Lisa' varð nú aldrei mjög há í loftinu. Hún lifði í nokkur ár, en blómstraði ekki alltaf.
top of page
bottom of page