Álfamunnur er undurfögur, jarðlæg steinhæðaplanta með grágrænu laufi og ljósfjólubláum blómum með appelsínugulri miðju. Hann þolir illa bleytu og þarf því mjög sólríkan vaxtarstað í vel framræstum jarðvegi, blönduðum grófum sandi eða vikri. Hann á það til að sá sér örlítið. Hann er auðræktaður af fræi.
top of page
bottom of page