
Lithophragma parviflora er falleg planta í steinbrjótsætt sem myndar jarðlæga laufþekju og blómstrar ljósbleikum stjörnulaga blómum á 20-30 cm löngum blómstönglum. Öll plantan visnar eftir blómgun, svo gott er að planta plöntum í kring sem geta fyllt upp í gatið þegar líða fer á sumarið. Hún þolir hálfskugga, gerir engar sérstakar jarðvegskröfur, nema bara sæmilega vel framræsta garðmold. Hún hefur reynst ágætlega harðgerð.