
Maríuskór vex víða um Evrópu í rýru graslendi og er sumstaðar talinn ágeng tegund. Hann er sagður harðgerður hér en vildi nú ekki lifa hjá mér af einhverjum ástæðum. Hann þrífst best í sól, í vel framræstum, frekar rýrum, kalkríkum jarðvegi. Hann þolir illa bleytu, súran jarðveg og hátt niturinnihald í jarðvegi og hverfur oft úr graslendi ef það er bætt með áburði. Hann hefur verið prófaður í uppgræðsluverkefnum hérlendis og hefur reynst ágætlega við þau skilyrði.
Maríuskór vex víða villtur á rýru landi hér á suðvestur horninu