Ég fékk fræ af skrautlúpínu merkt 'Olsons Røde Flamme' frá Garðyrkjufélagi Íslands fyrir allmörgum árum og fékk þessa fallegu plöntu upp af því fræi. Hún lifði tvö ár minnir mig og hefði ég gjarnan viljað hafa hana lengur. Því miður virðast skrautlúpínur ansi oft verða mjög skammlífar. Mér hefur ekki tekist að finna neinar upplýsingar um þetta yrki á netinu.
top of page
bottom of page