Útlagi er fjölær planta sem hefur verið ræktaður í görðum hér í áratugi. Hann er mjög harðgerður og auðræktaður. Hann þrífst í sól eða hálfskugga, í allri sæmilega góðri garðmold. Hann er svolítið skriðull, en breiðist frekar hægt út, svo það er auðvelt að halda honum í skefjum með því að stinga utan af honum á nokkurra ára fresti. Hann blómstrar í ágúst.
top of page
bottom of page