Bjarnarrót hefur mjög fínskipt, ilmandi lauf og blómstrar hvítum blómum í sveip. Hún er mjög harðgerð og gerir engar sérstakar jarðvegskröfur. Hún óx í garðinum hennar ömmu þar sem hún hafði gróðursett hana með bretaírisum. Það er nokkuð góð samsetning því laufið á bretaírisinni visnar áður en blómgun líkur og laufið á bjarnarrótinni fyllir vel upp í tómarúmið. Ég gerði það sama í mínum garði, en einhverra hluta vegna tók ég aldrei mynd af bjarnarrótinni. Myndin er frá Þórunni.
top of page
bottom of page