Þyrnikló er falleg planta sem blómstrar ljósbleikum ertublómum í massavís, svo plantan verður þakin í blómum. Það mætti segja að þar leynist flagð undir fögru skinni,því plantan er alsett löngum, hvössum þyrnum svo hún er mjög ómeðfærileg og óskemmtilegt að rekast í hana. Ég átti hana í tvö sumur a.m.k., en henti henni svo í einhverju pirringskasti yfir því hvað hún væri illskeytt og mikil um sig. Verð að viðurkenna að þegar ég skoða myndirnar af henni, sé ég svolítið eftir því. Hún virtist vel harðgerð, en blómstraði frekar seint, í lok ágúst og fram að frosti.
top of page
bottom of page
Nei, plöntur sem eru að blómstra svona seint eiga ekki mikinn séns í svona sumrum. Held að moskusrósirnar hafi ekki náð að blómstra. Er reyndar lítið búin að vera úti í garði síðan í lok ágúst.