Fagursmæra er lágvaxin steinhæðaplanta sem þarf sól til að blómin springi út. Hún er heldur tregari að blómstra en rósasmæran sem er algengari í ræktun og verður yfirleitt þakin í blómum. Fagursmæran þarf frekar vel framræstan jarðveg, en er þó þokkaleg harðgerð.
top of page
bottom of page
Við erum nú ekkert farnar að huga að hittingi þetta sumarið, enda eiginlega enn að bíða eftir að það láti sjá sig. En við höfum hist a.m.k. einu sinni á hverju sumri og skipst á plöntum og ég reikna nú með að svo verði líka þetta árið. Það væri gaman að reyna að hitta á þegar þú átt leið í bæinn. Ég á enn eftir að dreifplanta slatta af fjölæru og var að stefna á að blása til hittings þegar ég sé fyrir endann á því.
Já alveg til í það 🤗 spurning hvar og hvenær
Já, það er mjallarsmæra. Rósasmæran er undirtegund af henni. Væri alveg til í að skipta við þig á einhverju fyrir afleggjara af mjallarsmærunni. ;) Ef þú átt ekki 'Ione Hecker' þá er það sérlega fallegt afbrigði af rósasmæru.
Mér sýnist fagursmæran ekki líkleg til stórræða í ár, það verður eitthvað lítið um blómgun hjá minni.
Þessar elskur eru svo fallegar, bæði Rósasmæra og Fagursmæra, manstu hvað hvíta afbrigðið heitir? getur það verið Mjallarsmæra? ég á hana líka og þrífst hún bara vel hjá mér.