Rósasmæra er lágvaxin planta með margskipt, grágrænt lauf og nokkuð stór, ljósbleik blóm sem opnast bara í sól. Það þarf því að gróðursetja hana þar sem sólar nýtur, a.m.k. part úr degi. Hún þrífst best í frekar vel framræstum jarðvegi, það er ágætt að blanda hann með vikri eða fínni möl. Hún hefur reynst mjög harðgerð og blómsæl.
top of page
bottom of page