
'Festiva Maxima' blómstrar stórum hvítum blómum. Miðjan er kremhvít og ytri krónublöðin með fölbleikri slikju. Hún er forkunnafögur og á að vera nokkuð örugg með blómgun, en eins og aðrar silkibóndarósir hefur hún verið treg til að blómstra hjá mér. Held hún hafi bara blómstrað einu sinni.