'Karl Rosenfield' er með dökkrauðbleik blóm sem eiga að vera fyllt, en þegar mín planta lét svo vel að blómstra þá voru blómin nú í mesta lagi hálffyllt. Hún hefur ekki blómstrað nema í þetta eina skipti svo ég veit ekki hvort þetta var einhver tilfallandi slappleiki. Eða kannski er hún bara ódýr eftirlíking. Hún er svosem ljómandi falleg fyrir því, en ég hefði viljað hafa blómin fyllt.
top of page
bottom of page