Garðasól gengur oftast undir nafninu valmúi í daglegu tali. Hún vex sem slæðingur á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu, helst í sendnum, grýttum jarðvegi t.d. í vegköntum, m.a. meðfram Reykjanesbrautinni á milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Hún blómstrar hvítum, gulum eða appelsínugulum blómum, sjaldan rauðum. Hún er yfirleitt einær en sáir sér mikið, svo það þarf að hafa gætur á henni. Best er að fjarlægja visin blóm áður en fræ þroskast, en þó þarf að leyfa nokkrum fræbelgjum að þroskast vilji maður halda henni í garðinum. Mér finnst hún fallegust þegar hún getur vaxið í breiðu þar sem allir litirnir blandast saman.
top of page
bottom of page