
'Pizzicato' er fræblanda í blönduðum litum sem ég keypti frá Thompson & Morgan. Ég fékk nokkrar appelsínugular plöntur og eina laxableika sem vakti nú töluvert meiri hrifningu hjá mér en þær appelsínugulu. Þessi laxableika flutti með mér í nýja garðinn og lifði þær hremmingar af. Tyrkjasól þarf næringarríkan og vel framræstan jarðveg og þrífst þá vel í sól eða hálfskugga.
vá en falleg planta