Paradísarlilja er fínleg lilja, sem tilheyrir reyndar ekki lengur liljuætt, heldur hefur verið skipuð í aspasætt (Asparagaceae). Ég ræktaði hana af fræi minnir mig og hún hefur tórt hjá mér og blómstrað nokkuð árvisst. Ég held að hún sé enn á lífi úti í garði, en ég þarf að finna henni betri stað. Hún verður fallegust í sól og næringarríkum, gljúpum jarðvegi. Ég gæti trúað að blanda af moltu og fíngerðum vikri væri góð. Við góð skilyrði getur hún myndað myndarlegan laufbrúsk og blómstrað vel. Blómin eru alveg hreinhvít og standa því miður frekar stutt.
top of page
bottom of page
Hún er ósköp falleg, en það er nú svona með mörg falleg blóm að við vildum að þau stæðu lengur.