Rósagríma er mjög lík runnagrímu, en blómin eru bleikari. Hún þrífst álíka vel. Hún þarf sólríkan stað og mjög gott frárennsli. Þær fóru báðar svolítið illa í vetur, en eru að koma til. Þetta eru hálfrunnar, þ.e. neðsti hluti stönglanna er trénaður og vaxa ný lauf á þá að vori.
top of page
bottom of page
Ég keypti þær báðar. Ég skal athuga hvort ég geti ekki tekið afleggjara handa þér. Guðrún fékk í fyrra. Lifðu þær ekki hjá þér Guðrún?
Mikið er rósagriman fallegt blóm/hálfrunni😍. Þýðir það ekki að neðstu leggirnir eiga að lifa af veturinn? Hefur þú sáð fyrir þessari plöntu Rannveig, og hvað verður hún stór um sig? Er spennt fyrir rósagrímunni og reyndar runnagrímu líka, hér í móanum er mjög gott frárennsli😄