Bjöllugríma vex villt í Klettafjöllunum og þrífst best í vel framræstum jarðvegi á sólríkum stað. Ég ræktaði hana af fræi í fyrra svo það er ekki komin löng reynsla á hana hjá mér. Nokkrar plöntur blómstruðu í fyrra og varð ég fyrir smá vonbrigðum með litinn. Hann er fjólublár, en ég átti von á að hann yrði blárri. Mér sýnist flestar plöntur hafa lifað veturinn af.
top of page
bottom of page