
Kampagríma er um 30-40 cm á hæð með dökk purpurarauðum blómum. Hún þarf vel framræstan jarðveg og sól eins og flestar aðrar grímur. Hún drapst í geymslubeðinu eftir flutninginn, sennilega hefur skriðsóleyin kæft hana. Hún þreifst ljómandi vel í gamla garðinum þar sem hún sá til sólar.
Kampagríma er virkilega falleg, ætla að reyna að finna hana í gróðrarstöðvum :D
Mátt endilega smella inn mynd af kampagrímusamfélaginu. 😁
Já, það er gaman að skoða hérna líka :) Kampgríman frá þér þrífst vel fyrir framan birkið hjá mér og blómstrar svo fallega! Hún er búin að stofna lítið samfélag :)
Gott að sjá þig hér Þórunn! Gott að þú fannst okkur. 😀 Ég þigg það með þökkum. 😍
Rannveig, ég á afleggjara frá þér sem þrífst ljómandi hjá mér. Ég skal gjarnan gefa þér afleggjara tilbaka! :)