
Jakobsstigi er algeng tegund í görðum og hefur verið lengi í ræktun. Hann vex villtur víða um Evrópu, er harðgerður og gerir engar sérstakar kröfur. Vex í allri venjulegri garðmold í sól eða skugga. Hann á það til að sá sér svolítið en hefur gert lítið sem ekkert af því hjá mér. Plantan kom upp af fræi merktu P. viscosum, en hann líkist frekar venjulegum jakobsstiga.