
Aronsstigi er að mínu mati ein fallegasta tegund ættkvíslarinnar. Hann er ekki eins beinvaxinn og jakobsstigi, heldur verður þéttur brúskur um 30-40 cm á hæð sem verður algjörlega þakinn blómum. Þau eru kremgul þegar þau springa út, en roðna með aldrinum og verða fölbleik. Þau eru heldur stærri en á jakobsstiga. Nokkuð harðgerður og gerir engar sérstakar kröfur, vex í allri góðri garðmold í sól eða hálfskugga. Því miður tapaði ég mínum í flutningnum, hann hefur orðið undir í samkeppninni við skriðsóleyna.
Algjört djásn - sá að það er til fræ af honum hjá Jelitto, er að hugsa um að panta í haust :) Þarf nauðsynlega að eignast hann aftur.