Aronsstigablendingur er blendingur jakobsstiga og aronsstiga. Hann er uppréttari en aronsstiginn, en blómstönglarnir leggjast niður svo það þarf helst að binda hann upp. Blómin eru ljósfjólublá. Hann þrífst í sól eða hálfskugga, í allri venjulegri garðmold og er ágætlega harðgerður. Minn lifði af flutninginn og er búinn að fá pláss í nýja beðinu.
top of page
bottom of page