Það eru fáar garðplöntur sem blómstra eins hárauðum blómum og jarðaberjamuran. Hún blómstrar frá júnílokum og fram í júlí, en blómgunartíminn stendur þó frekar stutt yfir. Hún þrífst best í sól eða hálfskugga í frekar vel framræstum jarðvegi. Ágætlega harðgerð.
top of page
bottom of page
En, engin jarðaber😓😭
Mínar í 100 m hæð í sveitinni eru allar byrjaðar að blómstra. Ein þeirra er á sæmilegum stað, aðallega með sól úr austri og suðaustri. Tvær eru á kafi í hávöxnu grasi. Ég er 90% viss um að þín er í betri mold en mínar
Jarðaberjamuran mín er enn ekki farin að bómstra. Það er kannski ekki alveg að marka, því hún var orðin hálf kaffærð af nálægum brussum. Færði hana svo hún sjái betur til sólar. Hún er komin með knúppa svo hún fer vonandi að sýna lit.
Ég var einmitt að velta fyrir mér nöfnunum á þessum fallegu rauðu murum og ruglaði þeim auðvitað saman. Ég á mikið af jarðarberjamurunni og hún er dugleg í móanum og er farin að blómstra. Ég á líka að eiga rósamuru í móanum og bíð eftir að rekast á hana.