
Japansmura er falleg steinhæðaplanta með dökkgrænu laufi og stórum gulum blómum. Hún er lágvaxin og myndar þéttan brúsk sem verður varla meira en 15 cm á hæð. Hún þrífst best í sól og vel framræstum jarðvegi, en er harðgerð og getur þolað minni sól og þéttari mold, en verður þá ekki eins falleg og blómstrar minna.
Ótrúlega falleg.
Komin á óskalistann þessi 😍